Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða hjúkrunarheimila á árinu 2013, skýrsla

(1411020)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
27.01.2016 36. fundur fjárlaganefndar Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða hjúkrunarheimila á árinu 2013, skýrsla
Frá Ríkisendurskoðun kom kl. 9:00 Jón Loftur Björnsson og kynnti skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstrarafkomu og fjárhagsstöðu hjúkrunarheimila á árinu 2013, en skýrslan kom út í nóvember 2014. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna um þessi mál.
Sigurður Rúnar Sigurjónsson forstjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls kom kl. 09:45. Hann kynnti stöðu þeirra hjúkrunarheimila sem hann ber ábyrgð á og horfur í rekstri málaflokksins. Þá lagði hann fram kynningarefni. Auk þess svaraði hann spurningum nefndarmanna.
Þá komu eftirfarandi aðilar til fundar við nefndina kl. 10:30.
Frá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu komu Björn Bjarki Þorsteinsson, Eybjörg Hauksdóttir og Pétur Magnússon.
Frá velferðarráðuneytinu komu Heiður M. Björnsdóttir, Vilborg Ingólfsdóttir og Dagný Brynjólfsdóttir.
Frá Sjúkratryggingum Íslands komu Steingrímur Ari Arason og Helga Garðarsdóttir. Rætt var um fjármál og stöðu hjúkrunarheimila. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna og samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu lögðu fram minnisblað dagsett 27. janúar 2016 um stöðu og rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila.
02.12.2014 22. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða hjúkrunarheimila á árinu 2013
Á fundinn komu Bryndís Þorvaldsdóttir og Heiður Margrét Björnsdóttir frá velferðarráðuneyti, Leifur Bárðarson og Laura Sch. Thorsteinsson frá landlæknisembættinu og Jón Loftur Björnsson og Guðmundur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Jón Loftur gerði stuttlega grein fyrir skýrslunni og fulltrúar velferðarráðuneytis og landlæknis gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslunnar og þeirri vinnu sem í unnið er að í ráðuneytinu ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Formaður lagði til að nefndin sendi fjárlaganefnd og velferðarnefnd skýrsluna til upplýsingar.
25.11.2014 20. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða hjúkrunarheimila á árinu 2013
Á fundinn komu Kristín Kalmandsdóttir, Þórir Óskarsson, Jón Loftur Björnsson og Guðmundur Björnsson. Jón Loftur fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Guðmundi.